8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Bókaútgáfan Sæmundur endurútgefur hetjusögu Hagalíns um Moniku á Merkigili

Bókaútgáfan Sæmundur endurútgefur hetjusögu Hagalíns um Moniku á Merkigili

0
Bókaútgáfan Sæmundur endurútgefur hetjusögu Hagalíns um Moniku á Merkigili

Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö eftir Guðmund G. Hagalín. Bók þessi kom út árið 1954 og var söguhetjan Moníka Helgadóttir þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá og um áratugi þar á eftir ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni.

Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín.

Í meðförum Hagalíns verður Moníka á Merkigili ekki aðeins barnmörg húsfreyja í sveit heldur táknmynd íslensku sveitakonunnar. Konunnar sem borið hefur þjóð sína í móðurörmum og umvafið hana með fórnfýsi og kærleika öld eftir öld.

Konan í dalnum og dæturnar sjö kemur nú út í nákvæmri eftirgerð fyrri útgáfu með stuttum eftirmála sem unninn er í samvinnu við Skarphéðin, einkason Moníku.