-6.6 C
Selfoss

Styttist í fjallahjólakeppnina Rangárþing Ultra

Vinsælast

Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra verður haldin 22. júlí nk. Keppnin er sprottin upp úr götuhjólreiðakeppninni Tour de Hvolsvöllur sem naut mikilla vinsælda. Nú hafa Rangárþingin tvö, eystra og ytra, tekið höndum saman um stórskemmtilega keppni á fjallahjólum.

Hjóluð verður 50 km leið þar sem lagt verður af stað frá Hellu og komið í mark á Hvolsvelli. Leiðin liggur um Njáluslóðir þar náttúrufegurð er gríðarleg. Eftir að komið er í mark verður hægt að njóta þess að hvíla lúin bein og svamla í sundlauginni á Hvolsvelli. Sláturfélag Suðurlands býður keppendum og fylgifiskum upp á súpu og hinar sívinsælu SS pylsur við íþróttamiðstöðina. Líta má á þessa keppni sem góða áskorun fyrir alla og hvetja mótshaldarar heimamenn sérstaklega til að nýta tækifærið og reyna sig við þessa hjólaleið.

Búið er að setja upp heimasíðu fyrir keppnina og þar má finna allar upplýsingar ásamt skráningu. Slóðin er www.rangarthingultra.is.

Nýjar fréttir