10 C
Selfoss

Derhúfan gildir sem ársmiði hjá Gnúpverjum

Vinsælast

Meistaraflokkur Ungmennafélags Gnúpverja í körfuknattleik karla hóf fyrir skömmu sölu á ársmiðum á heimaleiki sína fyrir næsta tímabil. Ársmiðarnir kosta 4.000 kr. og gilda á alla heimaleiki Gnúpverja í 1. deild KKÍ næsta tímabil.

Það sem er skemmtilegt við ársmiða Gnúpverja er að þeir eru í formi derhúfa. Derhúfurnar eru hvítar með ísaumuðu merki Umf. Gnúpverja og deri í gylltum felulitum.

Gnúpverjar eru eina liðið í íslenskri körfuknattleikssögu til að fara upp um tvær deildir tvö tímabil í röð. Liðið var stofnað 2015 og lék það tímabil í 3. deild KKÍ. Liðið leikur undir stjórn Máté Dalmay og hefur frá 2015 verið byggt á sama leikmannakjarna, nokkrir leikmenn hafa þó bæst í hópinn fyrir komandi átök.

Á nýopnaðri heimasíðu Gnúpverja, www.gnupnation.is, er hægt að fylgjast með fréttum af liðinu, fræðast um liðið og að sjálfsögðu kaupa ársmiðaderhúfurnar.

Nýjar fréttir