5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Göngumaður villtist í Þjórsárdal

Göngumaður villtist í Þjórsárdal

0
Göngumaður villtist í Þjórsárdal

Um hálf fimm í gær voru björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og úr Árnessýslu boðaðar út vegna göngumanns viltist í Þjórsárdal.

Göngumaðurinn hafði fyrr um daginn lagt af stað til göngu einsamall frá skálanum Kletti í Þjórsárdal. Seinnipartinn náði maðurinn að tilkynna félögum sínum með skilaboðum að hann væri viltur.

Rúmlega 50 manns tóku þátt í aðgerðinni. Leitarsvæðið var frekar stórt þar sem maðurinn hafði gengið í þó nokkurn tíma áður enn hann tilkynnti um að hann væri viltur.

Björgunarsveitarfólk náði að vera í sambandi við manninn mest allan tímann. Var ástandið á honum gott og hann vel útbúinn. Maðurinn náði að lýsa aðstæðum þar sem hann var staddur við háspennulínur. Staðkunnugir björgunarsveitarmenn áttuðu sig á hvar hann var. Hann fannst um kvöldmatarleytið og var honum skutlað í skálann Klett.