-7.1 C
Selfoss

Kvennalandsliðið æfði við góðar aðstæður á Selfossvelli

Vinsælast

Kvennalandsliðið í knatt­spyrnu undirbýr sig þessa dagana fyrir EM sem haldið verður í Hollandi dagana 16. júlí til 6. ágúst. Landsliðið dvaldi á Sel­fossi í æfingabúðum um liðna helgi og æfði við frábærar aðstæður á Selfoss­velli.

Eftir æfingu á föstudag var iðkendum frá Selfossi boðið að hitta stelp­urnar og fá eiginhandar­árit­anir og myndir teknar af sér með lands­liðinu. Fjölmenni mætti og hitti stelpurnar sem gáfu sér góðan tíma í að spjalla og árita hitt og þetta.

Lokaspretturinn stend­­ur nú yfir og stutt er í að EM–veislan hjá stelp­unum hefjist. Fyrsti leikur Íslands er gegn Frakklandi 18. júlí.

Landsliðskonur árita landsliðsmyndir í Tíbrá. Mynd: KSÍ.

Nýjar fréttir