6.7 C
Selfoss

Þyrlur til sjúkraflutninga á Suðurland

Vinsælast

Fagráð um sjúkraflutninga hefur tekið saman skýrslu um notkun á þyrlum hér á landi, í þeim tilgangi að sinna flutningi á bráðveikum og slösuðum sjúklingum. Formaður fagráðsins kynnti heilbrigðisráðherra efni skýrslunnar og tillögur ráðsins á fundi í liðinni viku.

Skýrslan var kynnt sveitastjórnarfólki á Suðurlandi og þingmönnum í síðastliðinni viku. Á kynningunni sem haldinn var í Björgunamiðstöðinni á Selfossi mættu um 40 manns og 65 til viðbótar fylgdust með í beinni útsendingu á netinu.

Margrét Sanders, ráðgjafi hjá Strategíu og Styrmir Sigurðarson, forstöðumaður sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, kynntu niðurstöðurnar. Tilkoma slíkrar þylu mundi stytta tímann frá boði og fram að því að sjúklingur kæmist undir hendur sérfræðings. Horft hefur verið til Noregs í þessum efnum, en Norðmenn hafa góða reynslu af slíkum þyrlum, þar sem vegir liggja í bröttum fjallshlíðum og skilyrði til lendingar eru slæm. Einnig kemur fram í skýrslunni að litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti betur við vissar aðstæður og séu ódýrari í innkaupum og rekstri heldur en þyrlur Landhelgisgæslunnar sem hafi aðra kosti eins og að geta flogið lengar og við slæm veðurskilyrði.

Mat nefndarinnar er svohljóðandi: Til þess að hægt sé að móta framtíðarstefnu sjúkraflutninga þarf að skoða möguleika á notkun sjúkraþyrlu í samvinnu við sjúkraflutninga á landi, Landhelgisgæslu og sjúkraflug. Við teljum Suðurlandið best til þess fallið að kanna notkun sjúkraþyrlu.

Viðar Magnússon, formaður fagráðs sjúkraflutninga, er höfundur skýrslunnar fyrir hönd ráðsins. Skýrslan er unnini að frumkvæði fagráðsins en hlutverk þess er að vera ráðherra til ráðgjafar um öll fagleg málefni er varða sjúkraflutninga og skylda starfsemi líkt og nánar er skilgreint í reglugerð um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga nr. 262/2011.

Í skýrslunni er einnig bent á hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Vísað er til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til að bæta aðgengi íbúa í dreifbýli að sérhæfðri meðferð og er lagt til að svo verði einnig gert hér á landi. Þannig megi stuðla að þeim markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Að sögn Styrmis Sigurðarsonar, hefur þingmaðurinn Vilhjálmur Árnason sýnt tillögunni skilning og stutt hana dyggilega. „Hann hefur virkilega verið Haukur í horni varðandi þetta mál,“ segir Styrmir.

Nýjar fréttir