1.1 C
Selfoss

Fremsta frjálsíþróttafólk landsins á Selfossi um helgina

Vinsælast

Fremsta frjálsíþróttafólk landsins er skráð til leiks á 91. Meistaramót Íslands sem fer fram á Selfossi um helgina. Búast má við mikilli skemmtun og hörkukeppni. Veðurspáin er mjög góð fyrir helgina og er tilvalið að leggja leið sína á Selfoss og styðja við keppendur. Mótið hefst kl. 10:30 á laugardag og kl. 11:00 á sunnudag.

Ari Bragi Kárason FH og Kolbeinn Höður Gunnarsson FH munu berjast um sigur í 100 m og 200 m hlaupi. Ari Bragi setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í 100 m hlaupi síðastliðinn sunnudag og aðdrei að vita hvað gerist. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni stefnir á að ná lágmarki á HM í London og mun leggja allt í sölurnar við að ná lágmarkinu um helgina. Lágmarkið er 61,40 m. Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH er skráð í 100 m, 100 m grindarhlaup og 400 m grindarhlaup en hún stefnir einnig á að ná HM lágmarki í 400 m grindarhlaupi. Þá er Tíana Ósk Whitworth ÍR skráð í 100 m og 200 m en hún náði næstbesta tíma íslenskrar konu í 100 m um síðustu helgi.

Guðni Valur Guðnason ÍR keppir í kringlukasti og Hilmar Örn Jónsson FH í sleggjukasti. Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki og Örn Davíðsson FHeru skráðir til leiks í spjótkasti en búast má við hörkukeppni á milli þeirra.

Hér má sjá tímaseðil mótsins.

Byggt á frétt á heimasíðu FRÍ.

Nýjar fréttir