10 C
Selfoss
Home Fréttir Kláðastillandi krem seldist upp í apótekinu

Kláðastillandi krem seldist upp í apótekinu

0
Kláðastillandi krem seldist upp í apótekinu
Örtröð var í apótekinu í Hveragerði á föstudag, þegar kláðastillandi seldust upp. Mynd: Helena

Þó hitatölur í sumar hafi ekki verið háar hér á Suðurlandi hefur meðalhiti á Íslandi hækkað nokkuð síðari ár. Í kjölfarið hafa orðið ýmsar breytingar á lífríkinu. Gróður sem erfitt var að koma til fyrir nokkrum árum dafnar nú vel. Skordýrategundir sem við höfum ekki séð hér áður hafa nú numið land. Fréttir berast stöðugt af fólki sem er illa útleikið eftir bitmý rétt eins og er þekkt á hinum Norðurlöndunum. Af þessu skapast mikil óþægindi vegna útbrota á húð og kláða í kjölfarið.

Í apótekinu í Hveragerði seldist kláðastillandi krem upp á nokkrum klukkustundum á föstudaginn, og einnig krem sem á að fæla flugur frá.

Þar sem er gróður eru líka skordýr, en veðurskilyrði hafa verið einstaklega hagstæð fyrir bitmý í sumar. Mynd: Helena.

Ástæða þess að varan var uppseld er sú að mikil umræða skapaðist í Facebook-hópi Hvergerðinga um flugnabit. Þar var meðal annars tekið dæmi um barn sem vaknaði útbitið og leit út eins og það væri komið með hlaupabólu. Á spjallsíðunni hafa margir kvartað undan biti og birtu myndir af bitsárum og flugum.

Þorgils Baldursson, lyfjafræðingur og lyfsöluhafi Apótekarans í Hveragerði segir að fólk verði yfirleitt ekki vart við bitið strax, ekki fyrr en fer að bera á kláða og óþægindum. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir að ekki sé um neina sértaka aukningu að ræða, en veðurskilyrði eins og vætutíð og sól á milli, sem verið hafa að undanförnu, hafa verið góð fyrir alla nema þá sem eru viðkvæmir fyrir flugnabiti.

-hs.