7.8 C
Selfoss

Sandar suðursins – töfrandi tilraunaverkefni

Vinsælast

Ein af hugmyndunum Þorláksskóga er að þar verði einstaklingum, fyrirtækjum og félögum boðið að taka spildu í fóstur.

Spennandi vistræktarverkefni er að fara í gangi í spildu er tilheyrir útivistarsvæði Þorláksskóga. Svæðið var formlega afhent Töfrastöðum í júníbyrjun sem var fyrsta fyrirtækið sem tók að sér að glæða hraun og sanda lífi.

Svæðið sem um ræðir er við gamla malarnámu við gamla þjóðveginn rétt fyrir utan við Þorlákshöfn. Það verður nýtt undir uppgræðsluverkefni sem fengið hefur nafnið „Sandar suðursins“ sem Töfrastaðir er með í startholunum. Landssvæðið tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfusi sem handsalaði Töfrastöðum því til afnota við formlega athöfn þann 10. júní sl. þegar sveitarstjórinn Gunnsteinn R. Ómarsson og forsvarsmaður Töfrastaða, Mörður G. Ottesen, gróðursettu saman töfratré verkefninu til heilla.

„Við leggjum áherslu á að aðstoða fólk við að tengjast náttúrunni með námskeiðum, verklegri vinnu og athöfnum á svæðinu. Hér geta menn lagt sitt af mörkum og verið hluti af uppbyggingu sem leiðir af sér breytingar til góðs,“ segir Mörður en á næstu mánuðum munu sjálfboðaliðar á vegum Töfrastaða færa líf í svæðið sem samstendur að mestu af hrauni og sandi.

Hönnun og mótun svæðisins er í höndum Peter Tallberg landslagsarkitekts sem er hér fyrir miðju að gróðursetja fyrstu plönturnar í Sanda Suðursins. Peter leiddi gesti um landið og kynnir hugmyndir sínar og gaf gestum möguleika á að taka þátt í hugmyndavinnunni við hönnun svæðisins.

Móta landið með hraukum

„Við verðum með hraukagerð, við viljum sýna hvernig má nota greinar, garðaúrgang, skít og jarðefni á svæðinu til að móta land með hraukum, mynda skjól og búa til betri aðstæður fyrir plöntur, dýr og fólk,“ segir Mörður og heldur áfram. „Svæðinu verður umturnað á næstu mánuðum og árum, haugar af auðlyndum verða fluttar á svæðið og það mun iða af lífi. Á námskeiðum sem haldin verða í samstarfi við Sumarhúsið og garðinn í lok júní verður meðal annars smíðað útieldhús og kraftstó. Hápunktur sumarsins er svo Norræna vistræktarhátíðin sem haldin verður á staðnum og í Þorlákshöfn. Á hátíðinni verða yfir 80 fyrirlestrar, tónlist og ýmsir viðburðir.

Svitahof reist

Í tengslum við hátíðina er Mörður og félagar hans David og Peter að reisa svitahof á landinu. Peter hefur smíðað kamar og er einnig hönnuður svitahofsins. Aðstaða hefur verið útbúin í Grunnskóla Þorlákshafar fyrir umsjónarfólk, sjálfboðaliða og þátttakendur námskeiðsins. Hátíðin er árlegur viðburður sem haldinn er á Norðurlöndunum og nú er komið að Íslandi,“ segir Mörður spenntur fyrir

Nýjar fréttir