8.9 C
Selfoss

Ný aðstaða Stangveiðifélags Selfoss

Vinsælast

Síðastliðið haust var tekin fyrsta skóflustungan að félagheimili Stangaveiðifélags Selfoss.

Þetta var merkur áfangi í 70 ára sögu félagsins þar sem húsið er fyrsta aðstaðan sem kalla má félagsheimili. Hingað til hefur aðstaða félagsmanna verið lítið tréhús við Víkina en það getur ekki talist boðlegt.

Agnar Pétursson áætlar að húsið verði fokhelt í haust. Mynd: Helena.

Nýja byggingin er vestan við gömlu aðstöðuna og stendur aðeins fjær bökkum Ölfusár. Sveitarfélagið Árborg útvegaði lóð fyrir bygginguna sem er 90 fm steinsteypt hús og því tiltölulega viðhaldsfrítt. Möguleiki er svo á að stækka húsið um 100 fm til vesturs, en sú viðbygging mun vera á langtíma áætlun.

Útsýnið yfir Ölfusá er ekki af verri endanum. Mynd: Helena.

Fyrst þarf að klára þennan hluta og er gert ráð fyrir því að húsið verði fokhelt fyrir veturinn. „Þar sem meðlimir veiðifélagsins eru um 200 talsins er full þörf á viðbyggingu fyrir fundaraðstöðu“ segir Agnar Pétursson „Svo eigum við líka ýmsa muni sem eru í geymslu. Það er sérstaklega gaman að segja frá því að konum fjölgar stöðugt í félaginu og má nefna að hún Hrefna í Veiðisporti hefur veitt stærsta fiskinn í ánni, nærri 20 punda fisk.“ Það má segja að góðir tímar séu framundan hjá Stangveiðifélagi Selfoss.

-hs.

Nýjar fréttir