-2.2 C
Selfoss

Fyrsti lax sumarsins á land

Vinsælast

Agnar Pétursson úr Stangveiðifélagi Selfoss landaði fyrsta laxi sumarsins úr Ölfusá síðastliðinn laugardag. „Laxinn var 4,5 kg og 74 cm, veiðistaður var Víkin og tók það 20 mínútur að landa honum.“ segir Agnar og bætir við að laxinn hafi verið tekinn á túpu. Hann segir laxinn hafi veri grálúsugan, en fyrir þá sem ekki þekkja til veiði sýni það að fiskurinn var nýgenginn úr sjó. „Í gær kom einn 2,5 kg fiskur á land og urðu menn varir við og misstu marga, svo það er nóg af fiski í ánni,“ segir Agnar.

-hs.

Nýjar fréttir