3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Hrafnhildur Hauksdóttir íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra

Hrafnhildur Hauksdóttir íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra

0
Hrafnhildur Hauksdóttir íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra
Hrafnhildur Hauksdóttir íþróttamaður Rangárþings eystra 2016.

Hrafnhildur Hauksdóttir var útnefnd íþróttamaður ársins 2016 í Rangárþingi eystra á 17. júní sl. Hrafnhildur sem er fædd 1996 ólst upp á Hvolsvelli og lék knattspyrnu með KFR í 10 ár. Hún lék með liði Selfoss í Pepsideildinni árið 2016. Hrafnhildur stóð sig mjög vel með liðinu sem náði góðum árangri í Íslandsmótinu og í bikarkeppni KSI. Eftir tímabilið skipti hún yfir í Val. Hrafnhildur var valin í A-landslið kvenna og lék þrjá leiki með landsliðinu á Algerve mótinu á árinu 2016. Hrafnhildur er mikill leiðtogi á vellinum og frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmenn.