1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Opin harmonikkuæfing á Hellu

Opin harmonikkuæfing á Hellu

0
Opin harmonikkuæfing á Hellu
Loftmynd af Hellu. Ljósmynd: RY.

Í vetur hafa Harmonikufélag Rangæinga og Harmonikufélag Selfoss æft sameiginlega til skiptis á Hellu og Selfossi. Hefur þetta samstarf verið með miklum ágætum og gengið prýðilega undir styrkri stjórn Grétars Geirssonar í Áshól. Aðalverkefni vetrarins hefur verið undirbúningur fyrir væntanlegt landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda sem haldið verður á Ísafirði 29. júní til 1. júlí nk.

Félögin stóðu í sameiningu fyrir útihátíð á Borg í Grímsnesi um Hvítasunnuhelgina og tókst ágætlega til þó pláss hefði verið fyrir fleira fólk. Til stendur að halda opna æfingu, þá síðustu fyrir landsmót í Menningarsalnum á Hellu miðvikudaginn 21. júní nk. kl. 20:30 og þangað er öllum boðið sem áhuga hafa á að hlýða á afrakstrur vetrarstarfsins. Á efnisskrá eru lög af heimavelli t.d. Æskuspor eftir Stefán Ármann Þórðarson, Túristatangó Óla Adolfs og Hillingar Jóa Bjarna heitins, auk syrpu eftir þá Svavar Benediktsson og Oddgeir Kristjánsson. Einnig lag eftir Jón Múla Árnason og svo eitt erlent lag.

Heitt kaffi verður á könnunni og enginn aðgangseyrir.