7.8 C
Selfoss

Þrír starfsmenn ÞH Blikk luku sveinsprófi

Vinsælast

Þrír starfsmenn ÞH Blikk luku sveinsprófi

Á dögunum voru haldin sveinspróf í blikksmíði í Borgarholtsskóla. Alls tóku sjö nemar prófið. Þar af voru þrír Selfyssingar, þeir Jón Ingi Grímsson, Magnús Baldursson og Ómar Þór Ingvason. Allir starfa þeir hjá ÞH Blikk á Selfossi og var Þröstur Hafsteinsson meistari þeirra.

Nýju blikksmiðirnir voru allir með framúrskarandi árangur en einkunnir þeirra voru á bilinu 9,2 til 9,95. Þess má til gamans geta að Ómar Þór lauk sveinsprófi með 9,95 í einkunn sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið í verklegu sveinsprófi í Blikksmíði.

Nýjar fréttir