9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Heimsmeistari sýnir töfrabrögð á Suðurlandi

Heimsmeistari sýnir töfrabrögð á Suðurlandi

0
Heimsmeistari sýnir töfrabrögð á Suðurlandi
Shin Lim, heimsmeistari í töfrabrögðum.

Shin Lim, heimsmeistari í töfrabrögðum, er á leiðinni til Íslands. Hann verður með sýningar í Hörpunni, Hofinu á Akureyri og víða um land í júní. Shin Lim heillaðist af landi og þjóð eftir að hafa séð myndbandið sem Justin Bieber tók þegar hann var hér á ferð.

Shin Lim verður með sýningu í leikhúsinu í Hveragerði föstudaginn 2. júní kl. 19:30, í FSu á Selfossi laugardaginn 3. júní kl. 14:30, í Hvoli á Hvolsvelli laugardaginn 3. júní kl. 19:30  og í Leikskálum í Vík sunnudaginn 4. júní kl. 19:30. Lengd sýningarinnar er um 90 mínútur með hléi.

Það styttist í að Shin Lim fari á samning í Las Vegas svo þetta er síðasta tækifæri fyrir fólk að sjá hann. Til að setja þetta í samhengi við tónlistariðnaðinn þá er þetta svipað og U2 og Bono væru að heimsækja Ísland.