1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Skoruðu á lögguna í sjómann í Hreyfivikunni

Skoruðu á lögguna í sjómann í Hreyfivikunni

0
Skoruðu á lögguna í sjómann í Hreyfivikunni
Nemendur Grunnskólans í Vík skoruðu á lögguna í sjómann. Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.

Hreyfivika UMFÍ fór vel af stað hjá Ungmennafélaginu Kötlu í Vík í Mýrdal. Á mánudaginn var samstarfsverkefni lögreglunnar í Vík, Umf. Kötlu og grunnskólans í Vík í hreyfivikunni að veruleika. Lögreglan fór með nemendur grunnskólans í hjólaferð auk þess sem farið var í göngu með stærsta hluta leikskólans með tilheyrandi fræðslu um umferðareglurnar. Grillaðar voru pylsur og hreyfivikubuff afhent á alla línuna. Það var þó ekki eina hreyfingin. Nokkrir stæðilegir nemendur skoruðu á varðstjóra lögreglunnar í Vík í sjómann en úrslitin fylgja ekki sögunni. Frábær byrjun á hreyfivikunni!