3.4 C
Selfoss

Æfðu skýjum ofar á Breiðamerkurjökli

Vinsælast

Síðastliðinn laugardag fór fram æfingin „Skýjum ofar” á Breiðamerkurjökli. Var þar um að ræða samstarf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Landhelgisgæslu Íslands og Lögreglunnar á Suðurlandi. Á facebooksíðu lögreglunnar kemur fram að æfingin hafi tekist með afbrigðum vel. Fjölmargar sveitir innan Landsbjargar tóku þátt og æfingin reyndi á marga þætti í erfiðum aðstæðum og sýndi hve vel við búum á Íslandi að hafa þá þekkingu og getu sem Landsbjörg og Landhelgisgæslan búa yfir.

Nýjar fréttir