8.9 C
Selfoss

Bæjarskrifstofurnar í Hveragerði flytja í nýtt húsnæði í haust

Vinsælast

Bæjarskrifstofur Hveragerðis­bæjar verða á haustmánuðum fluttar úr núverandi húsnæði í verslunarmiðstöðinni í Sunnu­mörk í nýjan miðbæjarkjarna í Breiðumörk 20. Sérstakur leigu­samningur við Reiti – skrifstofur ehf. um leiguna var lagður fram á bæjarstjórnarfundi 11. apríl sl. og samþykktur samhljóða.

Í bókun bæjarstjórnar segir að með þessu vilji bæjar­stjórn leitast við að efla miðbæj­ar­kjarna Hvera­gerðis sem óneit­an­lega breyttist töluvert með til­komu versl­umarmiðstöðvar­inn­ar við Sunnumörk. Verslunar­mið­stöð­in muni einnig njóta góðs af þessari breytingu þar sem meira rými skapast fyrir núver­andi rekstrar­aðila og ný spenn­andi versl­unarrými verða til í Sunnu­mörk.

Nýjar fréttir