7.3 C
Selfoss

Nær allar íbúðir í Grænumörk seldar

Vinsælast

Framkvæmdir við byggingu þjónustuíbúða og félags­miðstöðvar fyrir eldri borgara við Grænumörk á Selfossi hófst fyrir nokkrum vikum og ganga vel. Ekki er nóg með það heldur hefur gengið afbragðsvel að selja íbúðirnar. Að sögn Leós Árnasonar hjá Austurbæ fasteingafélagi er nú þegar er búið að ráðstafa 24 af 28 íbúðum og það án þess að auglýsa þær nokkuð. Samkvæmt áætlun verða íbúðirnar afhentar í lok árs 2018.

Leó segir að væntanlega verði farið í seinni áfanga framkvæmdanna í beinu framhaldi en þar verður í boði svipaður fjöldi íbúða.

Nýjar fréttir