-6.1 C
Selfoss

Vortónleikar á Flúðum þar sem kynslóðir mætast

Vinsælast

Söngsveitin Tvennir tímar mun halda vortónleika sína í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum sunnudaginn 14. maí nk. kl. 16.00. Þar munu kynslóðir mætast því þar koma fram Barnakór Tónsmiðjunar og ungir einsöngvarar en þau eru, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Laufey Helga Ragnheiðardóttir, Laufey Ósk Grímsdóttir, Ljósbrá Loftsdóttir, Óskar Snorri Óskarsson og Ragnheiður Guðjónsdóttir.

Söngstjóri er Stefán Þorleifsson og hljóðfæraleikarar með honum eru, Anna Þórný Sigfúsdóttir, klarinett, Karl Hallgrímsson, gítar, Loftur Erlingsson, bassa og Unnsteinn Eggertsson, trommur. Fjölbreytt efnisval verður á dagskránni en fyrst og fremst verða flutt vinsæl dægurlög síðustu aldar. Aðgangseyrir á tónleikana eru 3.000 kr. Innilfalið í miðaverði er kaffi og létt meðlæti.

Vetrarstarfi kórsins líkur svo með heimsókn í Dvalarheimilin á Lundi og á Kirkjuhvoli á Uppstigningardag 25. maí.

Nýjar fréttir