2.8 C
Selfoss

Gengið saman frá Sunnumörk í Hveragerði á mæðradaginn

Vinsælast

Göngum saman fagnar nú tíu ára afmæli. Allt frá stofnun hefur félagið verið öflugur bakhjarl íslenskra grunnrannsókna á brjóstakrabbameini með því að styrkja vísindamenn um verulegar fjárhæðir eða alls rúmlega 70 milljónir króna. Jafnframt hefur verið unnið að því að byggja upp vísindasjóð og á afmælisárinu leggjum við sérstaka áherslu á hann. Markmið félagsins er að að styrkja rannsóknir á eðli og orsökum brjóstakrabbameins og taka þannig þátt í að efla forvarnir og bæta meðferð þeirra sem greinast með sjúkdóminn. Göngum saman er alfarið rekið af vinnu sjálfboðaliða og styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum.

Á mæðradaginn, 14. maí nk., fer fram árleg styrktarganga félagsins og er hún og viðburðir henni tengdir einn mikilvægasti þátturinn í fjáröfluninni. Gengið er víða um land og á síðastliðnu ári tóku vel á annað þúsund manns þátt í göngunni.

Mæðradagsgangan á Suðurlandi verður í Hveragerði. Gengið verður frá verslunarmiðstöðinni í Sunnumörk, meðfram Reykjafjalli og endað í Sunnumörkinni.

Nýjar fréttir