-5.9 C
Selfoss

Vinningshafar í spurningaleik Árvirkjans á Starfamessu

Vinsælast

Árvirkinn ehf. tók þátt í Starfamessu sem haldin var í Fjölbrautaskóla Suðurlands 14. mars sl. líkt og fjölmörg sunnlensk fyrirtæki. Af því tilefni ákvað Árvirkinn að vera með lítinn spurningaleik. Gestir messunar gátu spreytt sig í þeim fræðum sem rafiðnaðarmenn þurfa að kljást við í sínu námi og starfi. Fjölmargir tóku þátt en í boði voru veglegir vinningar sem nokkur af samstarfsfyrirtækum Árvirkjans gáfu, en þau voru Jóhann Rönning, Reykjafell og Ískraft.

Þrír stigahæstu þátttakendur spurningaleiksins fengu verðlaunin sín afhent hjá Árvirkjanum síðastliðinn þriðjudag. Vinningshafar voru Brynjar Jón Brynjarsson, 10. bekk Flóaskóla, Dagrún Inga Jónsdóttir, 10. bekk Grunnskóla í Þorlákshafnar og Leó Snær Róbertsson, 1. ár Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Nýjar fréttir