-2.1 C
Selfoss
Home Fréttir Suðurlandsvegur um Skeiðarársand og í Öræfi lokaður

Suðurlandsvegur um Skeiðarársand og í Öræfi lokaður

0
Suðurlandsvegur um Skeiðarársand og í Öræfi lokaður

Suðurlandsvegi um Skeiðarársand og í Öræfi var lokað núna kl. 11 skv. tilkynningu frá Vegagerðinni.http://www.vegagerdin.is/

Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem ferðast þurfa um austurhluta umdæmisins, frá Eyjafjöllum og að Höfn, til að fylgjast vel með veðurfréttum og lokunum.
Einnig hvetur lögreglan þá sem eru með lausa muni í görðum sínum á austursvæðinu að tryggja þá og festa t.d. niður trampólín. Töluverður vindur er nú á Höfn og hefur a.m.k. eitt trampólín þegar fokið.

Á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við að veginum undir Eyjafjöllum verði lokað síðar í dag.

Uppfært: Veginum á milli Seljalandsfoss og Víkur verður lokað kl. 14:00 vegna veðurs.