6.7 C
Selfoss

Samningur við Steinasafnið Ljósbrá

Vinsælast

Nýlega var undirritaður samningur milli Ljósbrár steinasafns og Hveragerðisbæjar. Er honum ætlað að efla menningar- og safnastarf í Hveragerði ásamt því að efla Hveragerði sem viðkomustað ferðamanna. Nemendur úr grunnskólanum munu njóta góðs af en einnig mun bæjarfélagið fá minjagripi sem framleiddir eru í safninu sem endurgjald fyrir stuðninginn. Samningurinn nemur kr. 1.050.000 og dreifist framlagið á þrjú ár.

Á safninu, sem í senn er faglegt en heimilislegt, er hægt að upplifa helstu jarðnesku dýrðgripi sem fundist hafa á Íslandi. Jarðfræðisýningin „Ljósbrá – Steinasýning“ er til húsa á N1 í Hveragerði. Á sýningunni er hægt að bera augum eitt stærsta steinasafn í einkaeigu á Íslandi.

Nýjar fréttir