Móðurhof heldur vorið hátíðlegt með því að bjóða uppá friðardagskrá í maí. Eftir langan vetur getur verið gott að hlúa að líkama og sál með hugleiðslu og slökun. Í Móðurhofi verða í boði hin hefðbundnu jóganámskeið en einnig námskeið sem leggja aðaláherslu á frið og ró, eins og „Hugleiðsla og öndun gegn stressi” og svo opnir hugleiðslu- og slökunartímar.
Opin friðarhugleiðsla verður svo í boði laugardaginn 13. maí kl 10.00. Engin reynsla af jóga eða hugleiðslu er þörf til að taka þátt. Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.uni.is. Hlúum að líkama og sál eftir veturinn og tökum á móti sumrinu í frið og sátt.