11.7 C
Selfoss

Magnea Magnúsdóttir hjá ON hlaut umhverfisverðlaun Ölfuss

Vinsælast

Magnea Magnúsdóttir umhverfis- og landgræðslustjóri Orku Náttúrunnar hlaut Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 fyrir brautryðjendaverkefni við uppgræðslu á Hellisheiði.

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhenti Magneu verðlaunin við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var einnig viðstaddur athöfnina.

Verkefni Magneu felst í því að nýttur er staðargróður til að græða upp svæði sem var raskað við virkjunarframkvæmdir á Hellisheiði eða önnur umsvif fyrr á tíð. Ávinningurinn er sá að ásýnd svæðanna verður svipuð því og áður en raskið varð og til þess nýtir Magnea gjarna mosa eða annan móagróður, sem setur mark sitt á umhverfið.

Nýjar fréttir