14.5 C
Selfoss
Home Fréttir Stefán hættir sem þjálfari meistaraflokks Selfoss

Stefán hættir sem þjálfari meistaraflokks Selfoss

0
Stefán hættir sem þjálfari meistaraflokks Selfoss
Stefán Árnason er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla á Selfossi.

Handknattleiksdeild Selfoss hefur ákveðið að gera ekki nýjan samning við Stefán Árnason sem þjálfað hefur meistaraflokk karla hjá félaginu undanfarin tvö ár en samningur hans rennur út í lok næsta mánaðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stjórn handknattleiksdeildarinnar sendi frá sér rétt í þessu. Stefáni eru jafnframt þökkuð góð störf fyrir félagið og óskar stjórn honum velfarnaðar í því sem hann mun taka sér fyrir hendur.

Í tilkynningunni segir: „Fyrir liggur að Stefán nýtur ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Því hefur stjórn handknattleiksdeildarinnar ákveðið að leita að nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk karla þannig að hægt sé að tryggja áframhaldandi veru leikmanna hjá handknattleiksdeild Selfoss sem og áframhaldandi uppbyggingu félagsins.“