11.7 C
Selfoss

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur fékk Menningarviðurkenningu Árborgar

Vinsælast

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur fékk sl. föstudagskvöld afhenta í Tryggvaskála á Selfossi „Menningarviðurkenningu Árborgar 2017“. Viðurkenningin var afhent af íþrótta- og menningarnefnd Árborgar á menningar- og listahátíðinni Vor í Árborg. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar og Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar afhentu viðurkenninguna.

Kvartett Kristjörnu Stefánsdóttur skipa auk hennar, Gunnar Jónsson trommuleikari, Smári Kristjánsson kontrabassaleikari og Vignir Þór Stefánsson píanóleikari. Þessir fjórir einstaklingar hafa mikið lagt af mörkum til tónlistarmenningar í sveitarfélaginu á liðnum áratugum í hljómsveitum og tónlistarhópum. Kvartett Kristjönu sem hefur verið starfandi í 25 ár hefur gefið út einn geisladisk og árlegir jólatónleikar kvartettsins hafa verið fastur punktur í aðdraganda jóla á Selfossi.

Nýjar fréttir