7.3 C
Selfoss

Hvolsskóli fyrsti jarðvangsskóli Kötlu jarðvangs

Vinsælast

Á starfsmannafundi Hvolsskóla sem haldinn var þriðjudaginn 4. apríl sl. undirrituðu Birna Sigurðardóttir, skólastjóri Hvolsskóla, og Brynja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu UNESCO jarðvangs, samstarfssamning milli Hvolsskóla og Kötlu UNESCO Global Geopark. Með samningnum verður Hvolsskóli fyrsti formlegi jarðvangsskóli Kötlu jarðvangs. Við skólann hefur verið unnið framúrskarandi starf á sviði náttúrufræða og grenndarkennslu svo sem árlegar mælingar á hopi Sólheimajökuls, endurheimtartilraunir með moltu, tíu-tinda ganga skólabarnanna á tíu árum og upplestur á Njálu.

Með formlegu samstarfi við Kötlu jarðvang er ekki einungis verið að verðlauna skólastarfið heldur stefnt að því að efla fræðslu um jarðfræði og jarðsögu svæðisins, lífríki, sem óhjákvæmilega byggir á jarðfræðinni, kynna menningar- og söguarf, sjálfbærni og umhverfismál, bæði svæðisbundin og hnattræn. Auk þess að efla þekkingu og kunnáttu á handverki og listum og atvinnu þessu tengt í jarðvanginum og kynna heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Katla UNESCO Global Geopark nær yfir sveitarfélögin Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.

Nýjar fréttir