11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Námskeið fyrir heimsóknarvini Rauða krossins

Námskeið fyrir heimsóknarvini Rauða krossins

0
Námskeið fyrir heimsóknarvini Rauða krossins
Einn af heimsóknarvinum Rauða krossins.

Þriðjudaginn 4. apríl nk. kl. 17.00 verður haldið námskeið fyrir heimsóknarvini hjá Rauða kross deildinni í Árnessýslu í húsnæði félagsins að Eyravegi 23 á Selfossi. Námskeiðið er í boði deildarinnar og er ætlað bæði þeim sem eru nú þegar starfandi sem heimsóknarvinir og eins þeim sem hafa áhuga á að starfa sem heimsóknarvinir. Eru þeir hvattir til að koma á námskeiðið og kynna sér starf heimsóknarvina. Að starfa sem heimsóknarvinur er bæði mjög skemmtilegt og gefandi sjálfboðaliðastarf.

Ef einhver vantar heimsóknavin þá má hafa samband við deildina. Sem dæmi um það sem heimsóknarvinir gera má nefna að fara í stuttar göngferðir ef viðkomandi treystir sér ekki í göngu einn. Þá er gott að fá einhvern með sér til skemmtunar og stuðnings. Ökuvinir eru líka til í dæminu þ.e. að fara í bíltúr

Nánari upplýsingar má fá í síma 892 1743 eða í netfanginu arnessysla@redcross.is.