6.7 C
Selfoss
Home Fréttir Rósa fjórða á Evrópumóti í klassískum lyftingum

Rósa fjórða á Evrópumóti í klassískum lyftingum

0
Rósa fjórða á Evrópumóti í klassískum lyftingum
Rós Birgisdóttir Ungmennafélagi Stokkseyrar.

Rósa Birgisdóttir úr Ungmennafélagi Stokkseyrar keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumóti í klassískum kraftlyftingum. Mótið fór fram Thisted í Danmörku laugadaginn 18. mars sl.

Rósa gerði sér lítið fyrir og landaði fjóðra sæti af átta keppendum. Það verður að teljast afar góður árangur þar sem 84+ kg flokkurinn var mjög sterkur á mótinu.

Rósa fór í gegnum hnébeygjuna með fullt hús hvítra ljósa og lyfti mest 160 kg. Í bekkpressu fékk hún 90 kg opnunarlyftu ógilda vegna tæknivillu. Hún tók svo sömu þyngd örugglega í annarri tilraun, en 92,5 kg í þeirri þriðju reyndist of mikið. Í réttstöðunni lyfti hún 165 kg í fyrstu tilraun og 170 kg í annarri tilraun. Í þriðju tilraun reyndi hún við 177,5 kg sem fór ekki lengra en upp að hnjám. Samanlagður árangur Rósu, 420 kg, skilaði henni 4. sætinu í flokkum. Sigurvegari flokksins var Svíinn Emelie Pettersson með 547,5 kg.