11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Lögregla og starfsmenn ríkisskattstjóra í eftirlitsferð á Suðurlandi

Lögregla og starfsmenn ríkisskattstjóra í eftirlitsferð á Suðurlandi

0
Lögregla og starfsmenn ríkisskattstjóra í eftirlitsferð á Suðurlandi

Lögreglumenn og starfsmenn ríkisskattstjóra fóru í gær í sameiginlega eftirlitsferð með ökutækjum í ferðaþjónustu og voru í uppsveitum Árnessýslu. Höfð voru afskipti af 52 ökutækjum 5 ökumenn voru kærðir vegna meintra brota á reglum um aksturs- og hvíldartíma og/eða notkun ökurita og 2 ökutæki reyndust án ökurita. Sjö aðilar gáfu tilefni til sérstakra afskipta starfsmanna RSK.

„Eftirliti sem þessu hefur verið sinnt reglubundið síðastliðin tvö ár og almennt séð verður að hrósa aðilum ferðaþjónustu fyrir batnandi ástandi í rekstri sínum. Samstarf lögreglu og RSK hefur reynst skila miklu og má gera ráð fyrir að ferðum sem þessum fjölgi frekar á árinu.“ Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.