-0.9 C
Selfoss

Endurnýja þarf tölvubúnað í Sundhöllinni fyrir 3,7 milljónir

Vinsælast

Á fundi bæjarráðs Árborgar 16. mars sl. var lögð fram beiðni um fjárheimild til endurnýjunar svokallaðrar iðntölvu fyrir Sundhöll Selfoss að fjárhæð 3,7 milljónir króna. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna endurnýjunar tölvubúnaðarins.

Í minnisblaði sem lagt var fram á fundi bæjarráðs kemur fram að við nýbyggingu Sundhallar Selfoss hafi verið rætt að hugsanlega þyrfti að endurnýja tölvustýringu fyrir eldri sundlaugar og heita potta samhliða uppsetningu nýju innilaugarinnar. Þá var m.a. rætt um að gamla stýrikerfið væri orðið úrlelt, sem og tölvan sem keyrir það. Fram kemur að þessi umræða hafi ekki verið kláruð í framkvæmdaferlinu. Nú sé sú staða komin upp að handstýra þurfi gömlu innilauginni og vandræði geti skapast ef tölvan stoppi alveg. Í minnisblaðinu kemur fram að hægt sé að bæta hinum laugunum við tölvu nýju innilaugarinnar og að þá yrðu allar hitastýringar fyrir laugarnar á sama stað. Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður um 3,7 milljónir kr. og þarf sérstaka aukafjárveitingu í þetta verkefni þar sem eignadeild sveitarfélagsins hefur nú þegar ráðstafað öllu fjármagni sem var í áætlun fyrir Sundhöllina.

Random Image

Nýjar fréttir