7.1 C
Selfoss

Lið Krappa vann Suðurlandsdeildina

Vinsælast

Lokakvöld Suðurlandsdeildarinnar fór fram föstudaginn 17. mars sl. Hestakosturinn var frábær, knaparnir til fyrirmyndar, keppnin hörð og fullt hús af áhorfendum. Stigahæsta lið kvöldsins var lið Kvista eftir frábærar sýningar þeirra fulltrúa þar sem Gísli Guðjónsson og Kolskör frá Hárlaugsstöðum 2 sigraði flokk áhugamanna, Sæmundur Sæmundsson á Sögu frá Söguey varð fjórði í flokki atvinnumanna, Sigvaldi Lárus Guðmundsson varð í sjöunda sæti í flokki atvinnumanna á Trommu frá Skógskoti og Guðbjörn Tryggvason varð í 15.­16. sæti á Irpu frá Feti. Frábær árangur hjá liði Kvista!

Mesta spennan var um hver yrði fyrsti sigurvegarinn í heildarstigakeppni Suðurlandsdeildarinnar. Fyrir lokakvöldið gat allt gerst og hefðu fjögur efstu liðin fyrir fimmganginn geta sigrað en það voru lið Krappa, Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs, Húsasmiðjunnar og VÍKINGanna. Lið Krappa hélt forystunni líkt og það hafði gert frá öðru móti Suðurlandsdeildarinnar og stóðu þau uppi sem sigurvegarar með 312 stig. Lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs endaði annað með 287,5 stig og lið Húsasmiðjunnar í þriðja særi með 232,5 stig.

Lokaniðurstöður Suðurlandsdeildarinnar 2017
Sæti/Lið                                       Stig
1. Krappi ehf                                312
2. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð    287,5
3. Húsasmiðjan                             232,5
4.–5. VÍKINGarnir                         201
4.–5. Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll  201
6. Heimahagi                                199,5
7. Þverholt/Pula                             199
8. IceWear                                    194
9. Kvistir                                      181,5
10. Kálfholt                                   148,5
11. Hjarðartún                               128
12. Hlökk                                      115,5

Lið Krappa ehf. náði frábærum árangri í Suðurlandsdeildinni en liðsmenn þess áttu alltaf a.m.k. einn fulltrúa í úrslitum, sigruðu Parafimi, sigruðu báða flokka í tölti og unnu 2. sætið í flokki áhugamanna á föstudagskvöldið þar sem aðrir liðsmenn voru rétt fyrir utan úrslit.

Þó að keppnin hafi verið hörð í toppbaráttunni var hún einnig spennandi í baráttunni um að fá að halda áfram í deildinni. Þrjú lið detta út þetta árið en geta vissulega sótt um að fá að taka þátt að nýju á næsta ári og fara þá í pott með nýjum liðum sem geta sótt um. Þau lið sem þurfa að sækja um aftur eru Hlökk, Hjarðartún og Kálfholt.

Suðurlandsdeildin verður að sjálfsögðu haldin aftur á næsta ári og mun verða auglýst eftir nýjum liðum í október.

Nýjar fréttir