-2.2 C
Selfoss
Home Fréttir Sendiherra Færeyja í heimsókn í Árborg

Sendiherra Færeyja í heimsókn í Árborg

0
Sendiherra Færeyja í heimsókn í Árborg
Petur Petursson sendiherra Færeyja og Örn Einarsson framkvæmdastjóri Set ehf.

Petur Petursson, sendiherra Færeyja á Íslandi, heimsótti Sveitarfélagið Árborg í liðinni viku. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók á móti honum og kynnti honum sveitarfélagið. Að kynningu lokinni heimsóttu þau tvö fyrirtæki á Selfossi sem eiga í viðskiptum við Færeyjar. Annars vegar heimsóttu þau Set ehf., þar sem Örn Einarsson sýndi verksmiðju fyrirtækisins og kynnti starfsemi þess. Hins vegar heimsóttu þau MS þar sem Björn Baldursson sýndi hluta vinnslusala og sagði frá starfsemi MS.