13.4 C
Selfoss

Samningur um æskulýðsstarf á Selfossi

Vinsælast

Bæjarráð Árborgar staðfesti á fundi sínum 9. mars l. samning Sveitarfélagsins Árborgar og Selfosssóknar um æskulýðsstarf.

Með samningnum er kveðið á um áherslur í æskulýðsstyarfi á vegum Selfosssóknar og gagnkvæmar skyldur samningsaðila varðandi skipulag og framkvæmd á barna- og æskulýðsstarfi. Þá er einnig fest í sessi samstarf sem verið hefur á milli kirkjunnar og fleiri stofnana/félaga í bæjarfélaginu.

Í samningnum kemur fram að helstu hlutverk Selfosssóknar í æskulýðsmálum eru að efla barna- og unglingastarf við kirkjuna frá sunnudagaskólaaldri (0–9 ára) og upp í framhaldsskólaaldurinn, að efla tengsl við annað íþrótta-, tómstunda og forvarnastarf í sveitarfélaginu, að annast verkefni fyrir börn og unglinga með áherslu á mannréttindi, hjálparstarf, lífsleikni og siðfræði og að annast sorgarvinnuhóp fyrir ungt fólk.

Barna- og unglingakór Selfosskirkju skuldbindur sig með samningnum til að taka þátt í 3–4 viðburðum ár hvert sem eru skipulagðir af sveitarfélaginu. Þar er átt við t.d. Vor í Árborg og þegar kveikt er á jólaljósunum.

Samningurinn gildir frá undirritun út árið 2019. Á gilsditíma samningsins greiðir Árborg Selfosssókn 450.000 krónur árlega.

Nýjar fréttir