8.9 C
Selfoss

Ný verknámsaðstaða Fjölbrautaskóla Suðurlands vígð í dag

Vinsælast

Í dag var Hamar, nýtt verknámshús Fjöl­brauta­skóla Suðurlands, form­lega vígt. Við það tækifæri flutti m.a. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálamálaráðherra, ávarp þar sem hann lýsti ánægju sinni með tilkomu hússins. Þá blessaði sr. Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur við Selfosskirkju húsið.

Í Hamri fer fram kennsla í tré-, málm-, raf- og hár­iðnum. Einnig kennsla í tækni­­teiknun og bók­legum fögum auk námskeiða í tölvuhönnun og sér­tækum iðn­um.

Að bygg­ingu húss­ins komu, auk ríkisins, Sveit­ar­félagið Árborg, Héraðs­nefnd Árnes­inga (án Ár­borgar), Héraðs­nefnd Rangæinga og Hér­aðs­nefnd Vestur-Skaftfelinga.

Hönnunarútboð var haldið í júní 2013 og komu fram 24 tillögur. Fyrir valinu varð hönnun frá Tark teiknistofu sem hannaði húsið auk aðkomu undirverktaka, verk­fræðistofa og fleiri aðila.

Fyrsta skóflustunga að bygg­ing­unni var tekin 8. júlí 2015. Nýja viðbyggingin er um 1700 m² en alls er húsnæði í Hamri 2.876 m². Kostnaður við byggingu hússins nam 1.272 milljónum króna. Ríkið greiðir 60% en hinir eignaraðilarnir 40%.

Með nýja húsnæðinu og nýjum búnaði er orðin bylting í aðstöðu nemenda og starfsfólks Fjölbrautaskólans. Eftir breytingarnar við nýju verknámsdeildina er FSu orðinn einn best búni framhaldsskóli landsins í þeim verknámsgreinum sem þar eru kenndar.

Nýjar fréttir