6 C
Selfoss

Vinningshafar heiðraðir á Bessastöðum

Vinsælast

Undanfarin ár hefur Grunnskólinn í Hveragerði tekið þátt í enskri smásagnakeppni á meðal íslenskra grunnskóla, sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir. Árangur nemenda Grunnskólans í Hveragerði undanfarin ár hefur vakið athygli en þar hafa nemendur fengið verðlaun fyrir góðan árangur. Árið í ár var engin undantekning á því.

Sigríður Kristín Hallgrímsdóttir í 8. bekk hlaut 2. verðlaun í flokknum 7.–8. bekkur og Mikael Rúnar Jónsson í 5. bekk hlaut 1.–2. verðlaun í flokknum 6. bekkur og yngri.

Síðastliðinn föstudag voru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum en það var forsetafrúin, Eliza Reid, sem tók á móti vinningshöfum og heiðraði þeirra árangur.

Nýjar fréttir