12.3 C
Selfoss

Daði Freyr og Gagnamagnið þakka fyrir sig

Vinsælast

Daði Freyr sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins ásamt félögum sínum í Gagnamagninu sendi í gær stuðningsmönnum og aðdáendum sínum þakkir og kveðjur á Facebokk. Þar segir hann:

„Gærkvöldið var ótrúlegt og við í Gagnamagninu erum svo glöð með hvernig allt fór. Til hamingju SVALA, þið eruð vel að sigrinum komin. Takk fyrir að kjósa! Annað sætið er miklu meira en við höfðum búist við og það er frábært að finna fyrir öllum þessum stuðningi. Takk Takk Takk!!!!

Á morgun flýg ég til Berlínar aftur til að klára BA námið mitt í dBs music. Ég klára eftir tæpa 2 mánuði svo ég verð mjög upptekinn við að skrifa ritgerðir og klára lokaverkefni á næstunni. Ég er mjög spenntur að gefa út meiri tónlist og er að leggja lokahönd á lag sem kemur út á næstunni. Svo ætla ég að gera fleiri lög og svo fleiri en það!

Svo er ég að skoða framleiðslu á peysum, þær verða vonandi komnar í sölu fyrr en seinna.

Ég vil þakka Starfsmönnum RÚV fyrir fagmennsku og yndisleika. Kötu Ingva og Gunnari Helgasyni fyrir að hjálpa okkur að gera atriðið okkar eins og við vildum hafa það.
Gagnamagninu: Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Sigrún Birna Pétursdóttir Einarsson, Jóhann Sigurður Jóhannsson, Stefán Hannesson & Hulda Kristín Þyrnirós Weasley fyrir að vera besta hljómsveit allra tíma!“

Nýjar fréttir