0 C
Selfoss

Blandað lið Selfoss bikarmeistarar í 3. flokki í hópfimleikum

Vinsælast

Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram helgina 25.–26. febrúar sl. í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi. Um 900 keppendur á aldrinum 9 til 13 ára tóku þátt í mótinu.
Fimleikadeild Selfoss sendi alla sína keppnishópa á þessum aldri á mótið, alls ellefu lið. Margir ungir iðkendur voru að stíga sín fyrstu skref í keppni og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Mótið hófst með keppni í 5. flokki stúlkna snemma á laugardagsmorgun. Vegna veðurs seinkaði mótinu á sunnudeginum svo því lauk ekki fyrr en seint um kvöldið með keppni í 4. flokki.
Allir iðkendur Selfoss stóðu sig með mikilli prýði og voru félaginu til sóma. Eitt lið Selfyssinga nældi sér í bikarmeistaratitil en það var blandað lið í 3. flokki.

Nýjar fréttir