1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Gréta sýnir í Listagjánni

Gréta sýnir í Listagjánni

0
Gréta sýnir í Listagjánni
Ein af myndum Grétu á sýningunni.
Ein af myndum Grétu á sýningunni.

Gréta Gísladóttir opnaði sýningu í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi í gær fimmtudaginn 2. mars. Sýningin saman stendur af lagskiptum acrylmálverkum og ber heitið Dagdraumar.

Gréta hlaut m.a. menntun í myndlist frá Kunst- og håndværkjshöjskolen Engelsholm í Danmörku og Myndlistaskólanum á Akureyri. Frá því að Gréta man eftir sér hefur hún gleymt sér í eigin dagdraumum, í dag nýtir hún hugmyndaflæðið í myndefni. Hún er starfandi listamaður, búsett á Flúðum og hefur vinnustofu í Gamla fjósinu í Hruna.