-7 C
Selfoss
Home Fréttir Daði Freyr og Gagnamagnið í Söngvakeppninni

Daði Freyr og Gagnamagnið í Söngvakeppninni

0
Daði Freyr og Gagnamagnið í Söngvakeppninni
Daði í Berlín. Ljósmynd: Árný Fjóla Ásmundsdóttir.

Daði Freyr Pétursson úr Ásahreppi verður með lagið „Hvað með það?” í Söngvakeppninni Sjónvarpsins 4. mars nk. Daði mun koma fram með hljómsveitinni Gagnamagnið en í henni eru Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Sigrún Birna Pétursdóttir, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Stefán Hannesson og Jóhann Sigurður Jóhannsson. Allir meðlimir Gagnamagnsins eiga það sameginlegt að vera Sunnlendingar.

Lagið er samið af Daða Frey en að auki útsetti hann lagið, tók það upp og hljóðblandaði. Magnús Öder sá um að hljóðjafna. Lagið útsetti Daði í Berlín en hann er að klára BA nám úr skólanum dBs Music Berlin í „music production & audio engineering”. Hann stefnir á að klára námið í byrjun maí svo það er búið að vera mikið að gera undanfarið að skila verkefnum samhliða því að undirbúa þáttökuna í Söngvakeppninni.

Til að kynna lagið bjó Daði til tölvuleik sem er hægt að spila á vefsíðu hans www.dadifreyr.com. Einnig hefur hann tekið upp lifandi flutninga af laginu og ábreiðum af eldri íslenskum Eurovision lögum sem hægt er að sjá á Facebook síðu hans facebook.com/dadimakesmusic.

Daði og Gagnamagnið verða númer tvö í röðinni í Söngvakeppninni laugardaginn 4. mars.