9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Perlað með Krafti í Fjölheimum á Selfossi

Perlað með Krafti í Fjölheimum á Selfossi

0
Perlað með Krafti í Fjölheimum á Selfossi
Perluarmbönd með orðunum „Lífið er núna“.

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, verður með perludag á Selfossi á sunnudaginn kemur. Ætlunin er að perla saman í húskynnum Fjölheima við Tryggvagötu á Selfossi milli kl. 13 og 17 og óskar Kraftur eftir fimum fingrum við vinnina. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru litrík og falleg og auðveld í samsetningu svo allir geta tekið þátt. Þau eru öll perluð í sjálfboðavinnu og því óskar Kraftur við eftir kröftugum sjálfboðaliðum til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Sjálboðaliðar geta komið einhvern tíma á milli kl. 13 og 17 í Fjölheima, Háskólafélagi Suðurlands við Tryggvagötu, og perlað með Krafti. Það verður heitt á könnunni.