12.8 C
Selfoss

Dagbjartur Kristjánsson kjörinn íþróttamaður Hamars

Vinsælast

Dagbjartur Kristjánsson hlaupari var kjörinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2016 á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Dagbjartur var tilnefndur af skokkhópi Hamars en hann hefur hlaupið með hópnum á undanförnu ári.

Dagbjartur hefur náð afar góðum árangri í lengri hlaupum og á vafalaust mikið inni. Dagbjartur sem áður stundaði sund af kappi hefur nú hafið æfingar með frjálsíþróttadeild ÍR.

Eftirtaldir voru kosnir íþróttamenn sinnar deildar:
Badmintondeild: Hrund Guðmundsdóttir
Blakdeild: Hilmar Sigurjónsson
Fimleikadeild: Erla Lind Guðmundsdóttir
Knattspyrnudeild: Tómas Aron Tómasson
Körfuknattleiksdeild: Snorri Þorvaldsson
Sunddeild: Guðjón Ernst Dagbjartsson
Hlaupari ársins: Dagbjartur Kristjánsson

Á fundinum lét Hjalti Helgason núverandi formaður Hamars af störfum eftir fimm ára setu í embætti. Í hans stað var Hallgrímur Óskarsson kjörinn nýr formaður. Aðrir í stjórn Hamars eru Svala Ásgeirsdóttir, Dagrún Ösp Össurardóttir, Hjalti Valur Þorsteinsson og Daði Steinn Arnarsson.

Nýjar fréttir