10 C
Selfoss

Þjálfurum meistaraflokks kvenna á Selfossi sagt upp störfum

Vinsælast

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að deildin hefur frá og með deginum í dag sagt upp samningi við Zoran Ivic og Sebastian Alexanderson sem þjálfað hafa Olísdeildarlið kvenna hjá Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn tekur þegar gildi.

Í tilkynningunni segir enn fremur: Um leið og þeim eru þökkuð fyrir ágæt störf fyrir handknattleiksdeild Selfoss tilkynnist það að við liðinu munu taka þeir Grímur Hergeirsson og Árni Steinn Steinþórsson og hefja þeir störf í dag.
Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss,
Magnús Matthíasson formaður.

Nýjar fréttir