4.5 C
Selfoss

Búið að opna Þrengslin og Mosfellsheiði

Vinsælast

Suðurlandsvegur um Sandskeið og Hellisheiði og Þrengslavegur voru lokaðir vegna ófærðar í morgun. Búið er að opna Þrengslin en unnið er við snjómokstur á Hellisheiði og má búast við að hún verði lokuð eitthvað fram eftir degi. Eins er ófært um Krýsuvíkurveg og Suðurstrandarveg. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut.

Þæfingsfærð var á milli Hveragerðis og Selfoss í morgun og ófært á Eyrarbakkavegi frá Selfossi að Þorlákshafnarvegi og á Þorlákshafnarvegi. Búið er að opna Þingvallaveg um Mosfellsheiði en þungfært er um Lyngdalsheiði. Þæfingur og ófærð er á flestum vegum í uppsveitum Suðurlands. Þæfingur er á Suðurlandsvegi frá Selfossi alla leið austur að Hvolsvelli. Unnið er að snjómokstri á þeirri leið.

Á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemu fram að krapi og snjór er á Suðurlandsvegi frá Hvolsvelli, austur fyrir Mýrdalssand og ýmisst krapi og snór eða hálkublettir þaðan að Jökulsárlóni. Greiðfært er frá Jökulsárlóni að Höfn.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Nýjar fréttir