7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Fréttir Gaman saman í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Gaman saman í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

0
Gaman saman í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Í dag laugardaginn 25. febrúar kl. 14 fer fram í Þjórsárskóla dagskrá fyrir alla fjölskylduna sem ber yfirskriftina „Gaman saman“. Boðið verður upp á spil, leiki og skemmtilega afþreyingu fyrir yngri kynslóðina. Einnig verður öskupokahefðin skemmtilega endurvakin í nýjum og skemmtilegum leik. Á sama tíma mun Hrund Þrándardóttir sálfræðingur frá Sálstofunni fjalla um sjálfsmynd og samskipti við börn og unglinga. Að fyrirlestri loknum verður dagskrárgestum boðið upp á kaffi og kræsingar í félagsheimilinu Árnesi í umsjá Kvenfélags Gnúpverja. Að lokum verður svo bíó kl. 16:00. Sjoppa verður á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er í umsjá menningar- og æskulýðsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.