7.8 C
Selfoss

Fjörugt skákmót skákskólans í Fischersetri

Vinsælast

Síðastliðinn sunnudag var haldið skákmót í Skákskóla grunnskólabarna í Fischersetri. Teflt var eftir Monrad kerfi. Úrslit mótsins urðu þau að í fyrsta sæti varð Anton Fannar Kristinsson með 5 vinninga. Í öðru sæti varð Patrekur Máni Jónsson með 4 vinninga og í þriðja sæti var Þrándur Ingvarsson með 3 vinninga, en hann var efstur í stigum af öðrum fimm einstaklingum sem líka voru með 3 vinninga. Taflmótið tókst vel í alla staði og var það Björgvin Guðmundsson frá Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem sá um mótið.

Nýjar fréttir