10 C
Selfoss

Fákaseli lokað vegna tapreksturs

Vinsælast

Hestasýningum Fákasels var hætt í síðustu viku. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir enn fremur að fyrirtækið hafi verið rekið með tapi síðustu þrjú ár og að það nemi mörg hundruð milljónum króna. Félagið hefur skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestingasjóðurinn Landsbréf Icelandic Fund I er stærsti hluthafinn í félaginu með um 90% hlut.

Fákasel hóf rekstur í byrjun árs 2014 með glæsilegim hestasýningum. Þær stóðu ekki undir kostnaði og var verulegt tap á þeim á hverju ári. Nánar má lesa um tapreksturinn í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag.

Nýjar fréttir