7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Lögregla biður fólk á Selfossi að vera á varðbergi

Lögregla biður fólk á Selfossi að vera á varðbergi

0
Lögregla biður fólk á Selfossi að vera á varðbergi

Sunnudaginn 19. febrúar og í gær mánudaginn 20. febrúar hafa komið inn á borð lögreglu innbrot í íbúðarhús á Selfossi. Lögregla telur sömu aðila á ferðinni í öllum tilfellum sem eru orðin þrjú talsins og áttu sér stað á Engjavegi við Gesthús og í Ártúnshverfi. Innbrotin eru talin hafa átt sér stað að kvöldlagi og einnig að morgni dags.

Lögregla vill hvetja fólk til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum gerendum og tilkynna grunsamlegar mannaferðir til lögreglu. Jafnframt óskar lögregla eftir hverskyns upplýsingum sem almenningur kann að búa yfir og varpað gætu ljósi á málið.

Hægt er að ná sambandi við lögreglu alla virka daga milli klukkan 08 og 16 í síma 444-2000, í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is eða í gegnum fésbókarsíðu lögreglunnar.